Hafa bjargað þeim sem festust undir rústunum

Kona og karl létust er byggingin hrundi.
Kona og karl létust er byggingin hrundi. AFP/NonStopNews

Búið er að bjarga þeim sem festust undir rústum hótels sem hrundi að hluta í bænum Kröv í vesturhluta Þýskalands í dag. Björgunaraðgerðir voru erfiðar, en um 250 manns komu að þeim. 

Fjórtán manns voru á hótelinu þegar það hrundi. Fimm náðu að koma sér út og sjö var bjargað úr rústunum. Kona og karl létust í slysinu.

Í yfirlýsingu frá lögreglu kemur fram að ekki sé vitað hvers vegna byggingin hrundi. Rannsókn á atvikinu er nú hafin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert