Hafi ætlað að fremja hryðjuverk á tónleikum Swift

Swift er með tónleika í Vín á morgun, föstudag og …
Swift er með tónleika í Vín á morgun, föstudag og laugardag. AFP/Julien De Rosa

Nítján ára karlmaður er grunaður um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk á tónleikum Taylor Swift í Vín í Austurríki í vikunni.

Lögregla handtók manninn í dag, en yfirvöld segja hann tengjast hryðjuverkasamtökum kenndum við íslamska ríkið.

Lögregla lagði hald á kemísk efni á heimili mannsins. Annar maður, sem talinn er hafa verið í samskiptum við hinn grunaða, var einnig handtekinn í Vínarborg í dag.

Aðgerðir lögreglu í Vín verða hertar á næstu dögum, en Swift heldur þrenna tónleika í borginni, á morgun, föstudag og laugardag. Búist er við um 65.000 áhorfendum á hverja sýningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka