Heita því að drepa nýjan leiðtoga Hamas

Herzi Halevi, hershöfðingi Ísraela, er hægra megin á myndinni.
Herzi Halevi, hershöfðingi Ísraela, er hægra megin á myndinni. AFP

Hershöfðingi ísraelska hersins heitir því að drepa nýjan stjórnmálaleiðtoga hryðjuverkasamtakanna Hamas, Yahya Sinwar.

Sinwar var valinn nýr stjórnmálaleiðtogi samtakanna eftir að Ismail Haniyeh, fyrrverandi stjórnmálaleiðtogi samtakanna, var ráðinn af dögunum fyrir tæpri viku. 

Í tilkynningu frá hernum segir:„Við munum finna hann, ráðast á hann og láta þau finna annan stjórnmálaleiðtoga aftur. Undanfarnar vikur höfum við staðið að mikilvægum aðgerðum og drepið háttsetta herforingja hættulegustu óvina okkar og við ætlum ekki að stoppa núna.

Talið er að Haniyeh hafi látist í loftárás Ísraels á Teheran í Íran en Ísrael hefur hvorki neitað né játað sök. 

Sinwar hefur farið með stjórn á Gasasvæðinu síðan árið 2017. Hann hefur verið skilgreindur sem alþjóðlegur hryðjuverkamaður af bandaríska utanríkisráðuneytinu síðan árið 2015 og er talinn vera einn skipuleggjanda árásar Hamas á Ísrael þann 7. október. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert