Myntsláttan safnar gulli úr raftækjarusli

Myntsláttan mun ná gullinu úr hinum ýmsu rafrásaborðum.
Myntsláttan mun ná gullinu úr hinum ýmsu rafrásaborðum. AFP

Konunglega myntsláttan í Bretlandi hefur ýtt úr vör nýju verkefni sem einblínir á að ná gulli úr raftækjarusli. Búist er við því að hægt verði að safna gullinu úr um fjögur þúsund tonnum af rafrásaborðum. Gullið verður notað í skartgripalínu myntsláttunnar 886. 

Guardian greinir frá því að myntsláttan hafi byggt verksmiðju í Wales sem muni vera helguð því að safna gulli úr rafrásaborðum úr tölvum, símum og fleiri raftækjum. Reiknað er með því að hundruðum kílóa af gulli verði safnað með þessum hætti. Reikni myntsláttan með því að nýta málminn í fleiri hluti í framtíðinni. 

Þetta sé umhverfisvænni nýting á málminum en vinnsla á rafrásaborðunum verði einnig umhverfisvænni en aðrar málmsöfnunaraðferðir. Rafrásaborðin verði þvegin í sýru sem leysi upp málminn á fjórum mínútum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert