Búið er að aflýsa öllum þrennum tónleikunum Taylor Swift sem áttu að fara fram í Vín í Austurríki um helgina eftir að nítján ára karlmaður var handtekinn, grunaður um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk á tónleikunum.
Búist var við 65.000 áhorfendum á hverja tónleika en skipuleggjendur segja að ekkert annað sé í stöðunni en að aflýsa þeim af öryggisástæðum.
Lögregla segir hinn grunaða tengjast hryðjuverkasamtökum kenndum við íslamska ríkið. Þá lagði hún hald á kemísk efni á heimili mannsins.
Annar maður sem talið er að hafi verið í samskiptum við hinn grunaða var einnig handtekinn.