Ísrael gengur að samningaborðinu að nýju

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels.
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. AFP

Stjórnvöld í Ísrael hafa fallist á að hefja aftur samningaviðræður um vopnahlé á Gasa.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu Benjamíns Netanjahús forsætisráðherra Ísraels.

Undanfarið hefur ráðherrann og aðrir ráðamenn í landinu verið undir miklum þrýstingi um að semja um vopnahlé, meðal annars að hálfu milligöngumanna á vegum stjórnvalda í Bandaríkjunum, Katar og Egyptalandi.

„Samkvæmt tillögu Bandaríkjanna og milligöngumanna mun Ísrael senda sendinefnd samningamanna á umsaminn stað þann 15. ágúst til að ganga frá smáatriðum um framkvæmd samningsins,“ segir í yfirlýsingunni frá skrifstofu Netanjahús.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert