Mega halda áfram rekstri Rappler

Nóbelsverðlaunahafinn Maria Ressa.
Nóbelsverðlaunahafinn Maria Ressa. AFP

Áfrýjunardómstóll í Filippseyjum hefur úrskurðað að fréttamiðillinn Rappler, sem stofnaður var af Nóbelsverðlaunahafanum Mariu Ressa, megi halda áfram rekstri sínum. 

Miðlinum var gert að hætta starfsemi sinni árið 2022 og sagðist Ressa ætla að áfrýja en hún hafði gagnrýnt Rodrigo Duerte, fyrrverandi forseta landsins, ítrekað fyrir stríð hans gegn fíkniefnum. Duerte kallaði Rappler til dæmis falsfréttamiðil. 

Í kjölfarið á gagnrýni Ressa gagnvart Duerte var hún ákærð fyrir ærumeiðingar. Þá voru netárásir á miðilinn einnig framkvæmdar. 

Niðurstaða áfrýjunardómstólsins varð ljós í lok júlí og kom þar fram að lokunarskipunin hefði verið alvarleg misnotkun á ákvarðanafrelsi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert