Minnst tíu látnir eftir árás Rússa í matvöruverslun

Rússar halda innrás sinni í Úkraínu linnulaust áfram.
Rússar halda innrás sinni í Úkraínu linnulaust áfram. AFP

Í hið minnsta tíu létust og 35 særðust þegar herlið Rússa réðst á matvöruverslun í bænum Kostyantynivka í austurhluta Úkraínu fyrr í dag.

Innanríkisráðherra Úkraínu, Igor Klímenkó, greinir frá þessu í færslu á Telegram.

Bærinn er aðeins um 13 kílómetrum frá næstu herstöð Rússa og er það því nær daglegt brauð að hann verði fyrir árásum.

„Rússar verða dregnir til ábyrgðar fyrir þessi ógnarverk,“ segir Volodomír Selenskí Úkraínuforseti í færslu á Telegram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert