Minnst tíu manns misstu af fluginu: 61 látinn

Flugvélin brotlenti í íbúðahverfi.
Flugvélin brotlenti í íbúðahverfi. AFP/Miguel Schincariol

Minnst tíu manns sem áttu bókaðan miða um borð í farþegaflugvélinni sem fórst í Brasilíu í dag misstu af fluginu þar sem þeir biðu við rangt hlið á flugvellinum.

Karlmaður sem var einn af þeim sem missti af fluginu sagði í samtali við brasilíska miðilinn Globo að fólkið hefði grátbeðið um að komast um borð en starfsmenn flugvallarins neituðu þeim.

„Guði sé lof að við fengum ekki að fara um borð í vélina,“ sagði maðurinn.

Myndir frá vettvangi. Hér má líta brak úr flugvélinni.
Myndir frá vettvangi. Hér má líta brak úr flugvélinni. AFP/Miguel Schincariol

Fjöldi látinna lækkað um einn

Að minnsta kosti 61 fórst þegar flugvélin brotlenti í íbúðahverfi í borginni Vinhedo í São Pau­lo-ríki í Brasilíu. Áður hefur komið fram að 62 hafi farist en samkvæmt nýjustu upplýsingum hefur fjöldinn lækkað um einn.

Ekki er vitað hvað orsakaði slysið en brasilíski flugherinn mun rannsaka tildrög þess. Yfirvöld hafa fundið svartan kassa á slysstað, að sögn öryggismálaráðherra São Pau­lo, Guilherme Derrite. 

Talið er að í kassanum sé að finna mikilvæg gögn sem munu aðstoða rannsakendur að komast að því hvað hafi orsakað slysið. 

Mikill viðbúnaður er á staðnum.
Mikill viðbúnaður er á staðnum. AFP/Nelson Almeida

Reynist erfitt að bera kennsl á líkin

Læknateymi er á staðnum og vinnur nú að því að bera kennsl á farþegana sem létust. Það hefur þó reynst erfitt þar sem lík fórnarlambanna eru mörg hver verulega illa farin.

Að sögn Derrite vinna embættismenn nú að því að hafa samband við fjölskyldur farþeganna. 

Flugrekstrargögn frá Flightradar24 sýna að flugvélin hrapaði 17.000 fet á einni mínútu.

Flugvélin brotlenti í íbúðahverfi í borginni Vinhedo. Sjónarvottur sagði við Reuters fréttastofuna að vélin hefði fallið á þak húss í eigu eldri hjóna. 

Slökkviliðsmenn á vettvangi.
Slökkviliðsmenn á vettvangi. AFP/Miguel Schincariol
Frá vettvangi.
Frá vettvangi. AFP/Nelson Almeida
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert