Staðfesta nafn látins Crossfit-keppanda

Ðukic lést í fyrstu grein heimsleikanna.
Ðukic lést í fyrstu grein heimsleikanna. Instagram

Skipuleggjendur heimsleikanna í Crossfit, CrossFit Games, hafa staðfest að keppandinn sem lést í gær sé hinn serbneski Lazar Ðukic. 

„Við erum harmi slegin yfir andláti Lazar Ðukic. Hjörtu okkar og hugur eru hjá fjölskyldu hans, vinum og félögum hans úr íþróttinni,“ segir í Instagram-færslu CrossFit Games. 

Ðukic skilaði sér ekki úr fyrstu keppnisgrein leikanna í Texas í gær, sem var 5,6 kíló­metra hlaup og 800 metra sund und­ir ber­um himni, og hófst mikil leit á vettvangi. 

Hafa safnað um 37 milljónum

Búið er að fjar­læga streymi af keppninni af YouTu­be þar sem sást síðast til Ðukic. Á upp­tök­um sást vel að Ðukic átti 100 metra eft­ir að marklín­unni þegar hann byrjaði að eiga erfitt með sund­tök.

Stuðningsmenn Ðukic hafa stofnað til söfnunar fyrir fjölskyldu hans og hafa yfir 264 þúsund bandaríkjadalir safnast eða um 37 milljónir króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert