Feðgar létust í eldflaugaárás Rússa

Auk feðganna særðust þrír aðrir í eldflaugaárásinni.
Auk feðganna særðust þrír aðrir í eldflaugaárásinni. AFP

Fjögurra ára drengur og faðir hans létust í Kænugarði í dag þegar eldflaug sem Rússar skutu varð þeim að bana.

Volodímir Selenskí Úkraínuforseti skrifar um þetta í færslu á miðlinum X.

Hann segir eldflaugina koma frá Norður-Kóreu en auk feðganna særðust þrír aðrir í árásinni.

Selenskí segir það réttlætanlegt af Úkraínumönnum að bregðast við þessum „skelfingum“ með þeim hætti sem er nauðsynlegur til þess að stöðva þær.

Verði dregnir til ábyrgðar

Í síðustu viku létust í það minnsta tíu og 35 særðust þegar herlið Rússa réðst á mat­vöru­versl­un í bæn­um Kosty­antyni­vka í aust­ur­hluta Úkraínu.

„Rúss­ar verða dregn­ir til ábyrgðar fyr­ir þessi ógn­ar­verk,“ sagði Selenskí í færslu á Tel­egram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert