Fjögurra ára drengur og faðir hans létust í Kænugarði í dag þegar eldflaug sem Rússar skutu varð þeim að bana.
Volodímir Selenskí Úkraínuforseti skrifar um þetta í færslu á miðlinum X.
Hann segir eldflaugina koma frá Norður-Kóreu en auk feðganna særðust þrír aðrir í árásinni.
Selenskí segir það réttlætanlegt af Úkraínumönnum að bregðast við þessari „skelfingu“ með þeim hætti sem er nauðsynlegur.
Today, one of the North Korean missiles launched by the Russians, unfortunately, killed two people in the Kyiv region—a father and his four-year-old son. My condolences to their family and loved ones. Three others were injured and are receiving the necessary care. Our experts… pic.twitter.com/5Pp1l6oTQ3
— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) August 11, 2024
Í síðustu viku létust í það minnsta tíu og 35 særðust þegar herlið Rússa réðst á matvöruverslun í bænum Kostyantynivka í austurhluta Úkraínu.
„Rússar verða dregnir til ábyrgðar fyrir þessi ógnarverk,“ sagði Selenskí í færslu á Telegram.