Almannavarnir ESB virkjaðar

Fjögur ríki Evrópusambandsins koma til með að aðstoða Grikkland.
Fjögur ríki Evrópusambandsins koma til með að aðstoða Grikkland. AFP

Evrópusambandið kemur til með að aðstoða grísk stjórnvöld í baráttunni við gróðureldana sem þarlend stjórnvöld heyja þessa dagana.

Slökkvilið frá Ítalíu, Tékklandi, Frakklandi og Rúmeníu munu aðstoða yfirvöld í Grikklandi, sagði Balazs Ujvari talsmaður Evrópusambandsins í dag. 

Hann sagði jafnframt að almannavarnakerfi Evrópusambandsins hefði verið virkjað að beiðni grískra yfirvalda.

Gerald Darmanin innanríkisráðherra Frakklands segist ætla að senda 180 slökkviliðsmenn, 55 slökkviliðsbíla og þyrlu til þess að aðstoða grísk stjórnvöld.

Eldarnir færa sig nær Aþenu.
Eldarnir færa sig nær Aþenu. AFP

Teygja sig í 25 metra hæð

Fleiri þúsundum manns var gert að yfirgefa heimili sín í að minnsta kosti átta bæjarfélögum í Grikklandi í gær vegna gróðureldanna. Spáð er allt að 39 stiga hita í land­inu dag og að vind­ur verði allt að 14 metr­ar á sek­úndu.

Eldarnir ná yfir 30 kílómetra langt belti og sums staðar teygja eldtungurnar sig í 25 metra hæð. Eldarnir færa sig nær Aþenu að því er gríska fréttastofan ERT greinir frá.

Svæðið umhverfis fjallið Pentelicus við Aþenu stendur nú í ljósum logum, en fjallið er þekkt fyrir marmarann sem var notaður til að reisa Akrópólis og aðrar fornar byggingar í höfuðborginni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert