Kínverjar hvetja til stillingar

Úkraínskur skriðdreki við landamærahéraðið Kúrsk.
Úkraínskur skriðdreki við landamærahéraðið Kúrsk. AFP

Kín­verj­ar hafa hvatt stríðandi fylk­ing­ar í Úkraínu­stríðinu til still­ing­ar og að draga úr bar­dög­um sín­um en her Úkraínu hef­ur á síðustu dög­um gert árás­ir á landa­mæra­héraðið Kúrsk í Rússlandi og hafa um 80 þúsund íbúa Kúrsk verið flutt­ir á brott.

Í yf­ir­lýs­ingu frá kín­verska ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu seg­ir að Kín­verj­ar ætli að vinna að póli­tískri lausn í sam­vinnu við alþjóðasam­fé­lagið.

„Kína mun halda áfram að halda sam­skipt­um við alþjóðasam­fé­lagið og gegna upp­byggi­legu hlut­verki við að stuðla að póli­tískri lausn,“ seg­ir meðal ann­ars í yf­ir­lýs­ing­unni.

Kín­verj­ar segj­ast vera hlut­laus­ir og veiti hvorki Rúss­um né Úkraínu­mönn­um hernaðaraðstoð ólíkt Banda­ríkja­mönn­um og fleiri vest­ræn­um ríkj­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert