Hitamet var slegið á Svalbarða um helgina þegar hitinn fór yfir 20 gráður. Er þetta hæsti hiti sem mælst hefur í ágúst á svæðinu. Meðalhitinn á Svalbarða í ágúst er á bilinu sex til níu gráður.
Mældist hitinn 20,3 gráður í gær við veðurstöðina á flugvellinum á Svalbarða, að því er fram kemur í færslu Veðurstofu Noregs á X.
Fyrra met fyrir ágúst var 18,1 stiga hiti, sem mældist 31. ágúst 1997. Hæsti hiti sem nokkru sinni hefur verið mældur á Svalbarða var 21,7 gráður, þann 25. júlí 2020.
Svalbarði er staðsettur mitt á milli meginlands Noregs og norðurpólsins.
Samkvæmt rannsókn sem birt var árið 2022 af finnskum og norskum vísindamönnum hefur heimskautasvæðið hlýnað nær fjórfallt hraðar en aðrir hlutar heimsins síðan 1979.
Í skýrslu sem birt var árið 2019 um loftslag á Svalbarða árið 2100, kom fram að meðalhitinn á eyjaklasanum muni hækka um 7-10 gráður á tímabilinu 2070 til 2100, vegna losunar gróðurhúsalofttegunda.
Helgen var rekordvarm på Spitsbergen🌡️ Svalbard lufthavn har for første gang målt over 20 grader i august❗
— Meteorologene (@Meteorologene) August 12, 2024
Dagens satellittbilde viser en kaldfront som nærmer seg fra vest 👀 Temperaturen holder seg høy frem til den ankommer i ettermiddag. Kanskje blir det 20 grader i dag også? pic.twitter.com/Zc93KhoR57