Gróðureldar geisa nú um Grikkland. Mikill hiti hefur verið í landinu og var 39 gráðum spáð í dag.
Þúsundir íbúa hafa þurft að yfirgefa heimili sín og hefur almannavarnaviðbragð Evrópusambandsins verið virkjað.
Eldarnir ná yfir 30 kílómetra langt belti og sums staðar teygja eldtungurnar sig í 25 metra hæð. Slökkvilið frá Ítalíu, Tékklandi, Frakklandi og Rúmeníu munu aðstoða yfirvöld í Grikklandi.
Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá ástandinu.