Ráðherra handtekinn fyrir mútur

Volodimir Selenskí, forseti Úkraínu, hefur heitið því að taka á …
Volodimir Selenskí, forseti Úkraínu, hefur heitið því að taka á spillingarmálum í landinu. AFP

Úkraínsk­ur aðstoðarorku­málaráðherra, sem sakaður er um að hafa þegið mút­ur að and­virði hálfr­ar millj­ón­ar dala, hef­ur verið hand­tek­inn ásamt þrem­ur meint­um vitorðsmönn­um.

Frá þessu greindi ör­ygg­isþjón­usta Úkraínu, SBU, í dag.

Ráðherr­ann, sem SBU nafn­grein­ir ekki, krafðist þess að emb­ætt­is­menn í námuiðnaði greiddu hon­um fyr­ir að flytja búnað frá nám­um í aust­ur­hluta Do­netsk-héraðs í fremstu víg­línu yfir í kola­svæði í vest­ur­hluta Úkraínu.

„Tækið sem um ræðir er ein­stakt og af skorn­um skammti, til­heyr­ir einu af kola­fyr­ir­tækj­um í rík­is­eigu sem staðsett er á virk­asta svæðinu í aust­ur­fram­lín­unni - Pokrovsk,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu SBU.

Naut aðstoðar þriggja vitorðsmanna

Í yf­ir­lýs­ing­unni seg­ir enn frem­ur að í vor hafa full­trú­ar iðnaðar­ins leitað til aðstoðarorku­málaráðherr­ans til að fá leyfi til að rýma búnaðinn af átaka­svæðinu og nota hann í nám­um á vest­ur­hluta svæðis­ins og hafi emb­ætt­ismaður­inn kraf­ist pen­inga til að fjar­lægja hann. Þar seg­ir að ráðherr­ann hafi tekið við greiðslunni með aðstoð þriggja meintra vitorðsmanna.

Úkraína hef­ur lengi glímt við al­var­leg spill­ing­ar­vanda­mál en Volodimir Selenskí hét því þegar hann tók við embætti for­seta að binda enda á spill­ingu í land­inu og hef­ur hann rekið fjölda emb­ætt­is­manna þar á meðal varn­ar­málaráðherra sinn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert