Rússar segjast hafa slökkt eldinn

Eldurinn í kjarnorkuverinu í gær.
Eldurinn í kjarnorkuverinu í gær. AFP/Embætti forseta í Úkraínu

Vladimír Rógov, rússneskur embættismaður, segir að búið sé að slökkva eldinn í kjarnorkuverinu í Sa­porisjíaí í Úkraínu.

Frá þessu greinir hann á samfélagsmiðlinum Telegram, en þessar fregnir hafa ekki fengist staðfestar annars staðar.

Rógov og Jev­gení Balit­skí, héraðsstjóri Sa­porisjía eftir að Rússar hernumdu svæðið, kenna báðir úkraínskum hersveitum um brunann.

Kennir Rússum um eldinn

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti sagði að rúss­nesk­ir her­menn hefðu kveikt eld­inn og sagði Rússa kúga Úkraínu og all­an heim­inn með því að fara með yf­ir­ráð yfir kjarn­orku­ver­inu.

Alþjóðakjarn­orku­mála­stofn­un­in hef­ur gefið út að eng­in merki hafi fund­ist um að geisl­un hafi auk­ist eða haft áhrif á ör­yggi kjarn­orku­mála.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert