Þúsundir yfirgefa heimili sín vegna skógarelda

Frá björgunaraðgerðum í Varnavas norður af Aþenu, í gær.
Frá björgunaraðgerðum í Varnavas norður af Aþenu, í gær. AFP/Angelos Tzortzinis

Grikkir fyrirskipuðu í morgun rýmingu byggða í grennd við Aþenu, þar sem gróðureldar herja nú á íbúa.

Fleiri þúsund manns var gert að yfirgefa heimili sín í að minnsta kosti átta bæjarfélögum í Grikklandi í gær, og hafa fimm þorp til viðbótar bæst við í dag. 

„Viðbragðsaðilar börðust af hörku í alla nótt en þrátt fyrir ofurmannlegar þrekraunir dreifðist eldurinn hratt,“ segir Vassilis Vathrakogiannis, talsmaður slökkviliðsins.

39 stiga hiti og vindur

Spáð er allt að 39 stiga hita í landinu dag og að vindur verði allt að 14 metrar á sekúndu.

Í morgun höfðu slökkviliðsmenn slökkt 33 elda af þeim 40 eldum sem blossað höfðu upp á síðustu 24 klukkustundum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert