Hár hiti olli nærri því 50.000 dauðsföllum í Evrópu á síðasta ári. Vísindamenn segja hitann versna vegna kolefnislosunar af mannavöldum.
Rannsókn sem var gerð af Barcelona-stofnuninni til að rannsaka heilsu á alþjóðavísu áætlar 47.690 dauðsföll í tengslum við hita á næstheitasta ári Evrópu og heitasta ári heims.
Rúmlega helmingur þeirra sem lést fórst í gróðureldunum á Grikklandi.
Þó er tekið fram að talan sé aðeins ágiskun en að það séu 95 prósent líkur á að hún sé einhvers staðar frá 28.853 og til 66.525.
Einnig kemur fram að talan hefði verið 80 prósent hærri ef það hefði ekki verið fyrir aðgerðir ríkisstjórna Evrópu til að laga sig að heitari sumrum.
Árið 2022 var eina árið á síðasta áratug þar sem urðu fleiri dauðsföll, þegar þau voru rúmlega 60.000 talsins.
Í rannsókninni var farið yfir hitastig og dauðsföll í 35 löndum í Evrópu. Þá var bent á að eldra fólk væri í meiri hættu og að lönd sunnar í heimsálfunni hefðu orðið verst úti í hitanum.