Bandarískt matsfyrirtæki lækkar lánshæfi Ísraels

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels.
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. AFP/JUSTIN SULLIVAN

Bandaríska matsfyrirtækið Fitch hefur lækkað lánshæfi ísraelska ríkisins úr A+ í A.

Fitch varar við því að átökin við hryðjuverkasamtökin Hamas gætu varað fram á næsta ár og veikt efnahagslíf Ísraels.

Þá segir Fitch að auk mannfalls geti átökin á Gasasvæðinu leitt til verulegra viðbótarútgjalda til hermála og eyðileggingar innviða og dregið úr fjárfestingum.

Áætlað er að halli verði á fjárlögum Ísraels á þessu ári.

Segir matið muni hækka þegar Ísraelar vinna

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir efnahagslífið vera traust.

„Lækkunin er afleiðing af því að Ísraelar hafa staðið í stríðum á mörgum vettvöngum,“ sagði í yfirlýsingu forsætisráðherrans.

„Matið hækkar aftur þegar við vinnum, og við munum vinna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert