Grikkir berjast þriðja daginn í röð við gríðarlega skógarelda nálægt Aþenu og hafa þeir fengið til liðs við sig hundruð evrópskra slökkviliðsmanna til að taka þátt í hemja eldana.
Þúsundum manna hefur verið gert að yfirgefa heimili sínum í nokkrum bæjarfélögum nálægt höfuðborginni og þá hefur almannavarnarviðbragð Evrópusambandsins verið virkjað.
Að minnsta kosti einn hefur látist í hamförunum og 66 hafa hafa slasast, þar á meðal tveir slökkviliðsmenn.
„Aðstæður verða ekki auðveldar. Það verða sterkir vindar upp úr hádegi og hver klukkutími sem líður verður erfiðari,“ sagði Costas Tsigkas, yfirmaður samtaka grískra slökkviliðsmanna, í samtali við gríska ríkissjónvarpið ERT í morgun.
Spáð er að hitinn geti farið allt upp í 38 gráður í Aþenu í dag með vindi allt að 11 m/s sem gerir slökkvistarf afar erfitt.
Um 700 slökkviliðsmenn eru að störfum en til taks eru 200 slökkviliðsbílar og tugur flugvéla sem berjast við eldinn sem kom upp síðdegis á sunnudaginn í bænum Varnavas, um 35 kílómetrum suðaustur af Aþenu.
Grikkjum hefur borist liðsauki frá Frakklandi, Ítalíu, Tékklandi, Rúmeníu, Serbíu og Tyrklandi, en að sögn gríska heilbrigðisráðuneytisins hafa 66 manns verið þurft á aðhlynningu að halda vegna meiðsla.