Erlendir netþrjótar hafi ráðist á framboð Harris

Kamala Harris, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins.
Kamala Harris, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins. AFP

Fulltrúar forsetafraboðs Kamölu Harris segja framboðið hafa orðið fyrir barðinu á erlendum netþrjótum í júlí. Þeim virðist þó ekki hafa tekist að komast yfir gögn framboðsins.

Greint er frá því að bandaríska alríkislögreglan (FBI) hafi látið framboðið vita af netárás erlendra aðila. Netöryggiskerfi framboðsins séu þó sterk en þau hafi ekki orðið vör við það að netþrjótarnir hafi komist yfir gögn framboðsins.

Ekki fylgir sögunni hvaðan árásin er talin eiga uppruna sinn.

Sakar Íran um sinn gagnaleka

Mikið virðist herjað á forsetafrmaboðin í Bandaríkjunum um þessar mundir en gagnaleki varð hjá forsetaframboði Trump. Hefur Trump sjálfur sakað Írani um að standa á bakvið þá árás en skjölin sem láku frá framboðinu snerta meðal annars rannsókn þess á varaforsetaefninu J.D. Vance.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert