Komst tvisvar um borð í flugvél án farmiða

Upp komst um manninn vegna þess að vélin var fullbókuð.
Upp komst um manninn vegna þess að vélin var fullbókuð. AFP

Norskum ferðamanni tókst að komast um borð í flugvél á flugvellinum í Munchen í Þýskalandi án farmiða tvo daga í röð í byrjun ágúst. Maðurinn flaug til Svíþjóðar í seinna skiptið.

Maðurinn laumaði sér um borð með því að smeygja sér í gegnum sjálfvirkt hlið þar sem farþegar skanna brottfararspjöldin sín áður en hliðið lokaðist eftir að fyrri maður hafði skannað sitt spjald.

Vakti athygli starfsmanna á málinu

Ferðalangurinn laumaðist framhjá starfsfólki flugfélagsins þegar hann komst um borð í vélina.

Upp komst um manninn vegna þess að vélin sem hann var kominn um borð í var fullbókuð. Var hann afhentur lögreglu í kjölfarið og kærður en stuttu síðar sleppt.

Maðurinn lét ekki þar við sitja og notaði sömu tækni daginn eftir og fór með flugi til Svíþjóðar.

Við komuna í Stokkhólmi vakti hann athygli starfsmanna flugvallarins á því að hann vildi fara aftur til Munchen og var hann afhentur lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert