Saksóknari: Stakk 11 ára stúlku átta sinum

Stúlkan særðist í andliti, öxl, úlnlið og á hálsinum, að …
Stúlkan særðist í andliti, öxl, úlnlið og á hálsinum, að sögn saksóknara. AFP

Maðurinn sem er grunaður um að hafa stungið mæðgur á Leicester-torg­inu í miðborg Lundúna í gær hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. Hann kom fyrir dóm fyrr í dag.

34 ára gömul kona og 11 ára dóttir hennar urðu fyrir árásinni. Móðirin hlaut minni háttar áverka en dóttir hennar var alvarlega særð.

Engin tengsl milli árásarmannsins og mæðgnanna

Maðurinn heitir Ioan Pintaru og er 32 ára gamall rúmenskur ríkisborgari.

Saksóknarinn sagði manninn „hafa komið að stúlkunni, tekið með hendinni utan um hálsinn hennar og síðan stungið hana átta sinnum í líkamann“.

Stúlkan var síðar flutt á spítala og særðist í andliti, öxl, úlnlið og á hálsinum, að sögn saksóknara.

Lögreglan hefur sagt að maðurinn hafi ekki þekkt mæðgurnar og að ekkert bendi til þess að um hryðjuverk hafi verið að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert