„Þetta er bara hræðilegt“

„Þetta er bara hræðilegt,“ segir Yannis Lyberopoulos, ræðismaður Íslands í Grikklandi, í samtali við mbl.is þegar hann er spurður út í stöðu mála vegna gróðureldanna miklu sem hafa logað þar í landi. 

Miklir gróðureldar hafa geisað í Grikklandi síðustu sólarhringa og hafa þúsundir þurft að flýja heimili sín.

Yannis segir að fjölskyldan hans sé búin að hýsa tvær stúlkur sem eru vinkonur dóttur hans vegna þess að þær þurftu að flýja heimilin sín.

Aðspurður segist Yannis ekki hafa fengið veður af því að Íslendingar hafi þurft að flýja en að fáir ferðamenn séu á þeim svæðum sem hafa verið rýmd.

„Þetta er svo nálægt. Það eru mörg hús brunnin og ýmis fyrirtæki,“ segir hann. 

Yannis veit ekki til þess að Íslendingar hafi þurft að …
Yannis veit ekki til þess að Íslendingar hafi þurft að flýja vegna gróðureldanna. AFP

Fljótir að rýma svæði

Yannis segir að grísk stjórnvöld hafi brugðist við eftir gróðureldana árið 2018 þegar um hundrað manns urðu gróðureldum að bráð. Nú séu yfirvöld fljótari að rýma svæði en ein kona hefur látið lífið í þessum gróðureldum.

„Eftir það eru þeir búnir að vera mjög fljótir að rýma svæði svo það verður ekki jafn mikil ringulreið eins og gerðist síðast,“ segir Yannis en að búið sé að rýma gríðarlega stórt svæði núna.

Einn hefur látið lífið í gróðureldunum.
Einn hefur látið lífið í gróðureldunum. AFP

„Í fyrradag voru 17 til 20 metrar á sekúndu sem feyktu glóð út um allt og dreifðu henni yfir 30 kílómetra,“ segir Yannis. Hann segir jafnframt að búið sé að rýma fleiri þorp en þörf er á vegna þess að yfirvöld vilja hafa varann á.

Spurður hvort hann finni ekki fyrir mikilli mengun vegna gróðureldanna segir Yannis svo ekki vera.

Guðlaugur Þór Þórðarson, þáverandi utanríkisráðherra, og Yannis Lyberopoulos, aðalræðismaður Íslands …
Guðlaugur Þór Þórðarson, þáverandi utanríkisráðherra, og Yannis Lyberopoulos, aðalræðismaður Íslands í Grikklandi. mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert