Handtökuskipun gefin út vegna Nord Stream-málsins

Á myndinni sést gasleki frá Nord Stream 2-leiðslunni árið 2022.
Á myndinni sést gasleki frá Nord Stream 2-leiðslunni árið 2022. AFP

Saksóknari í Þýskalandi hefur gefið út handtökuskipun á hendur úkraínskum manni vegna skemmdarverka á gasleiðslunum Nord Stream árið 2022, að því er þýskir fjölmiðlar greindu frá í morgun.

Í júní var farið fram á evrópska handtökuskipun á hendur manninum, en síðast var vitað af honum í Póllandi. Nú er talið að hann sé á flótta.

Lögregluyfirvöld telja að maðurinn sem um ræðir hafi verið einn af þremur köfurum sem hafi fest sprengiefni á Nord Stream-leiðslurnar í aðdraganda skemmdarverkanna.

Tveir kafarar til viðbótar

Borið hefur verið kennsl á tvo Úkraínumenn til viðbótar, karl og konu, sem eru sömuleiðis talin hafa verið kafarar og komið að árásinni.  

Enn hafa þó ekki verið gefnar út handtökuskipanir á hendur þeim.

Ásakanir gengu á víxl

Nord­stream gas­leiðslan var upp­haf­lega lögð til að flytja gas frá Rússlandi til Þýska­lands. Hún var skemmd með neðan­sjáv­ar­sprengj­um í Eystra­salti stuttu eft­ir inn­rás Rússa inn í Úkraínu árið 2022.

Ásak­an­ir gengu á víxl milli Rússa og vest­ur­velda um hver bæri ábyrgð á skemmd­ar­verk­un­um.

Þjóðverj­ar, Sví­ar og Dan­ir hafa staðið að máls­rann­sókn til að kom­ast til botns í því hvað olli lek­um á leiðslunni.

Svíar hættu sinni rannsókn snemma í febrúar í ár og báru við lögsöguskorti. Komu tveir lek­anna fjög­urra þó upp inn­an sænskr­ar efna­hagslög­sögu en hinir tveir inn­an danskr­ar.

Danir hættu rannsókn á skemmdarverkunum 26. febrúar á þessu ári.

Die Zeit

Sueddeutsche Zeitung

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert