Neyðarástandi lýst yfir vegna apabólu

Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar.
Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. AFP/Fabrice Coffrini

Alþjóðaheil­brigðis­stofn­un­in (WHO) hef­ur lýst yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna vax­andi fjölda til­fella apa­bólu í Afr­íku.

Greint er frá því að ástandið fari versn­andi.

„Í dag hitt­ist neyðar­nefnd­in og greindi mér frá því að, að þeirra mati, væri ástandið orðið að neyðar­til­viki er snýr að alþjóðalýðheilsu. Ég hef hlýtt þeirra ráðum,“ sagði Tedros Adhanom Ghebr­eyes­us, fram­kvæmda­stjóri Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­ar­inn­ar.

Frá því í sept­em­ber hef­ur til­fell­um apa­bólu í Aust­ur-Kongó fjölgað vegna veiru­stofns sem greinst hef­ur í ná­læg­um Afr­íku­ríkj­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert