Neyðarástandi lýst yfir vegna apabólu

Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar.
Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. AFP/Fabrice Coffrini

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur lýst yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna vaxandi fjölda tilfella apabólu í Afríku.

Greint er frá því að ástandið fari versnandi.

„Í dag hittist neyðarnefndin og greindi mér frá því að, að þeirra mati, væri ástandið orðið að neyðartilviki er snýr að alþjóðalýðheilsu. Ég hef hlýtt þeirra ráðum,“ sagði Tedros Adhanom Ghebr­eyes­us, fram­kvæmda­stjóri Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­ar­inn­ar.

Frá því í sept­em­ber hefur tilfellum apabólu í Aust­ur-Kongó fjölgað vegna veiru­stofns sem greinst hef­ur í ná­læg­um Afr­íku­ríkj­um.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka