Óvinsæll forsætisráðherra stígur til hliðar

Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans.
Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans. AFP

Fumio Kis­hida, for­sæt­is­ráðherra Jap­ans, til­kynnti í dag að hann muni stíga til hliðar í næsta mánuði og binda þannig enda á þriggja ára kjör­tíma­bil.

Kis­hida hef­ur ekki átt sjö dag­ana sæla í embætti og hafa óvin­sæld­ir hans auk­ist jafnt og þétt í takt við versn­andi efna­hags­ástand í land­inu og umræðu um spill­ingu inn­an Frjáls­lynda lýðræðis­flokks­ins.

Frjáls­lyndi lýðræðis­flokk­ur­inn hef­ur verið nær óslitið við völd í Jap­an í ára­tugi en Kis­hida greindi frá því í dag að hann muni ekki sækj­ast eft­ir end­ur­kjöri sem odd­viti flokks­ins í næsta mánuði. Flokk­ur­inn hef­ur meiri­hluta í báðum deild­um jap­anska þings­ins.

Verður því nýr for­seti flokks­ins kjör­inn í næsta mánuði sem mun taka við embætti for­sæt­is­ráðherra í stað Kis­hida.

Kis­hida, sem er 67 ára gam­all, hef­ur gegnt embætti for­sæt­is­ráðherra frá því í októ­ber 2021.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert