Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, segir úkraínskar hersveitir halda áfram að sækja fram í rússneska héraðinu Kúrsk.
Í færslu á X segir Selenskí að hersveitirnar hafi náð að sækja fram í ýmsar áttir í um einn til tvo kílómetra.
Fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins að fréttastofan hafi ekki náð að fá þetta formlega staðfest og ekki sé vitað hversu stórt landsvæði í Rússlandi Úkraínumenn hafi sölsað undir sig.
Morning report by Commander-in-Chief Oleksandr Syrskyi on the situation across all major directions, particularly in the Toretsk and Pokrovsk areas, as well as the operation in the Kursk region.
— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) August 14, 2024
We are not forgetting our eastern front for a second. I have instructed the… pic.twitter.com/5RE6EgLFn8
Þá segir Selenskí frá því að hann hafi rætt við Oleksandr Sirskí, sem er yfirmaður allra herja Úkraínu, sem greindi forsetanum frá því að úkraínski herinn hefði handsamað um 100 rússneska hermenn í aðgerðum sínum.
„Ég er þakklátur öllum þeim sem tóku þátt,“ sagði Selenskí.
Þá segir í frétt á vef Telegraph að úkraínskum hersveitum hafi tekist að skjóta niður dýrustu herþotu Rússa yfir Kúrsk.
Um er að ræða herflugvél af gerðinni Su-34. Ein svona þota, sem er stundum kölluð Bakvörðurinn, kostar um 30 milljónir punda, eða sem samsvarar um 5,3 milljarða kr.
Haft er eftir Sirskí að himininn yfir Kúrsk sé nú heiður eftir þessa aðgerð.