Talsverður viðbúnaður er í gangi hjá lögreglunni í Ósló í Norgi eftir að sprengja sprakk í Kampen-hverfinu.
Norska ríkisútvarpið NRK greinir frá því að lögreglan hafi staðfest að sprenging hafi orðið í íbúðarhúsi á jarðhæð í hverfinu en enginn hafi enn sem komið er verið handtekinn.
„Leit er í gangi að þeim eða þeim sem kunna að hafa valdið sprengingunni án þess að neitt hafi fundist,“ er haft eftir Thomas Brodal, verkefnastjóra hjá lögreglunni í Ósló.
Mikill fjöldi lögreglumanna er á staðnum en sjö lögreglubílar eru á staðnum auk tveggja sjúkrabíla.
„Ég sat heima í íbúðinni á tíundu hæð. Svo heyrði ég mikinn hvell. Hann var mun öflugri en byssuskot, en ekki eins hávær og stór sprengja. Það hljómaði meira eins og lítil sprengja,“ er eftir vitni.
Fram kemur í frétt á VG að ekki hafi verið tilkynnt um skemmdir á byggingum eða það hafi manntjón en lögreglan hefur girt svæðið af.