„Ekkert minna en grimmileg hefnd“

Ksenia Karelina hlau tólf ára fangelsisdóm fyrir landráð.
Ksenia Karelina hlau tólf ára fangelsisdóm fyrir landráð. AFP

Hvíta húsið í Washington fordæmdi í dag ákvörðun rússneskra dómstóla um að dæma Kseniu Karelina í tólf ára fangelsi fyrir að hafa gefið rúmlega 50 dollara til góðgerðamála sem styðja Úkraínu.

Dómstóll í Jakterínbúrg sakfelldi hana um landráð og dæmdi hana til tólf ára fangelsvistar í dag en Karlina, sem er 32 ára gömul hefur verið búsett í Los Angeles, er með bandarískt og rússneskt ríkisfang.

Hún játaði sök sína en saksóknari krafðist fimmtán ára fangelsis yfir henni.

„Þetta er ekkert minna en bara grimmileg hefnd. Við erum að tala um 50 dollara til að reyna að lina þjáningar íbúa Úkraínu og kalla það landráð er bara algjörlega hlægilegt," sagði John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðsins, við fréttamenn í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert