Fyrsta tilfellið greinist utan Afríku

Einn hefur greinst með apabólu í Svíþjóð.
Einn hefur greinst með apabólu í Svíþjóð. AFP

Fyrsta tilfelli apabólu, eða mpox, hefur verið staðfest í Svíþjóð. Er þetta fyrsta tilfellið sem greinist utan Afríku.

 Reuters greinir frá.

„Við höfum nú einnig fengið staðfestingu á því síðdegis að við höfum eitt tilfelli í Svíþjóð af alvarlegri tegund apabólu, því sem kallast Claude I,“ segir Jakob Forssmed, heilbrigðis- og félagsmálaráðherra Svíþjóðar, á blaðamannafundi í dag.

Tilfellið greindist hjá einstaklingi sem dvaldi nýverið í Afríku.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) lýsti í gær yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna vaxandi fjölda tilfella veirusjúkdómsins í Afríku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert