Gæsluvarðhald yfir Watson framlengt

Aðgerða- og um­hverf­issinn­inn Paul Wat­son.
Aðgerða- og um­hverf­issinn­inn Paul Wat­son. Ljósmynd/Paul Watson Foundation

Dómstólar á Grænlandi framlengdu í dag gæsluvarðhald yfir aðgerða- og umhverfissinnanum Paul Watson til 5. september. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hugsanlegt framsal Watsons til Japan.

Watson sem er bandarísk-kandadískur var handtekin í Nuuk á Grænlandi í júlí samvæmt alþjóðlegri handtökuskipun en hann á yfir höfði sér ákærur, maðal annars fyrir aðild að líkamsárás og innrás í skip, í Japan.

Ákær­urn­ar eiga ræt­ur sín­ar að rekja til þess þegar sam­tök­in Sea Shepherd Conservati­on Society sem Watson stofnaði fóru um borð í jap­anska hval­veiðiskipið Shon­an Maru 2 í Suður­hafi í fe­brú­ar 2010.

„Grænlenskir dómstólar ákváðu í dag að Paul Watson verði áfram í haldi til 5. september 2024 til að tryggja viðveru hans í tengslum við ákvörðunina um framsalið,“ sagði í yfirlýsingu frá grænlensku lögreglunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert