Rússar grafa skotgrafir í Kúrsk

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti sagði í gær að hersveitir Úkraínumanna væru enn að sækja fram í Kúrsk-héraði, en nú er rúm vika liðin frá því að Úkraínumenn hófu sókn sína inn í Rússland.

Rússar hafa heitið því að reka Úkraínumenn úr héraðinu, en gervihnattamyndir sýna að þeir eru byrjaðir að grafa skotgrafir tæpum 50 kílómetrum norðan við núverandi víglínu. Er talið að skotgröfunum sé m.a. ætlað að verja kjarnorkuver héraðsins fyrir sókn Úkraínumanna.

Bandarískir embættismenn hafa sömuleiðis sagt að Rússar séu farnir að draga lið frá Úkraínu og senda til Kúrsk-héraðs til þess að svara innrásinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert