Tilfellum blátungu fjölgar hratt í Evrópu

Blátunga er ekki hættuleg mönnum en hún er hættuleg dýrum.
Blátunga er ekki hættuleg mönnum en hún er hættuleg dýrum. AFP/Ed Jones

Tilfelli blátungu, veirusjúkdóms sem leggst á sauðfé og nautgripi, hefur fjölgað í Hollandi að undanförnu, samkvæmt nýjum opinberum tölum sem birtar voru í gær.

Blátunga hefur nú verið greind á 3.807 stöðum í Hollandi, sem er tæplega 1.000 fleiri tilfelli frá síðustu skýrslu sem birt var á mánudag, að sögn hollenskra yfirvalda. 

Síðast var greint frá blátungu í landinu árið 2009, en fyrir aðeins mánuði síðan voru um 100 staðir skráðir með blátungu.

Tilfellum fjölgar í Frakklandi og Þýskalandi

Í Þýskalandi hefur verið greint frá 1.885 tilfellum síðan í byrjun árs 2024, samanborið við aðeins 23 tilfelli árið 2023, samkvæmt þýskum yfirvöldum.

Frakkar hafa tilkynnt um bólusetningarherferð í von um að stöðva útbreiðslu veirunnar, þar sem fyrstu tilfellin eru að koma upp.

Veiran er þó ekki hættuleg mönnum, en veldur miklum hita, sárum í munni og bólgum á höfði dýra. Einnig koma fram einkenni eins og mikil slefmyndun, bólgnar varir, tunga og kjálkar og getur sjúkdómurinn valdið fósturláti hjá þunguðum dýrum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert