ECDC: Evrópa búi sig undir fleiri apabólusmit

Ljósmynd/Medscape

Sóttvarnastofnun Evrópu (ECDC) hvetur aðildarríki sín til þess að vera viðbúin fleiri tilfellum af banvænu afbrigði apabólu, eða mpox.

Svíar tilkynntu um apabólusmit í landi sínu í gær, en það er í fyrsta sinn sem veiran greinist utan Afríku.

Mælir með vitundarvakningu

ECDC mælir með því að „heilbrigðisyfirvöld í ESB/EES haldi uppi öflugri viðbúnaðaráætlun og vitundarvakningu til að unnt sé að greina veiruna skjótt og bregðast strax við“.

Miklar líkur séu á að fleiri tilfelli eigi eftir að koma upp í álfunni.

Þrátt fyrir viðvörunina sagði ECDC í hættumati sínu að enn stafi lítil hætta af veirunni fyrir lýðheilsu almennings í löndum innan ESB og EES.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert