Fimm lík hengd upp á rafmagnsstaur í Pakistan

Fimm lík fundust hengd upp á rafmagnsstaur og voru alsett …
Fimm lík fundust hengd upp á rafmagnsstaur og voru alsett í byssukúlum. AFP/Asif Hassan

Lík fimm manna, sem voru alsett í byssukúlum, fundust hengd upp á rafmagnsstaur í suðvesturhluta Pakistan í morgun, að sögn yfirvalda í Pakistan. 

Líkin fundust nærri háskóla í borginni Dalbandin, skammt frá landamærum Afganistan og Írans í Balúkistan-héraði. Í héraðinu hefur lengi staðið yfir blóðug uppreisn af hálfu íslamista og aðskilnaðarsinna.

Öryggissveitir verða oft fyrir árásum 

Attiq Shahwani, háttsettur embættismaður í héraðinu, sagði að líklegast hefðu mennirnir verið skotnir degi áður. Hann segir að enn hafi ekki verið tilkynnt um neinn sem saknað væri og ekki væri búið að staðfesta nöfn þeirra sem létust.

Balúkistan er heimkynni nokkurra vígahópa. Sumir þeirra berjast fyrir sjálfstæði eða meiri hlutdeild í auðlindum svæðisins, og öryggissveitir landsins verða oft fyrir sprengjuárásum. Íslamistahópar standa einnig að baki trúarofbeldi á svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert