Þrettán ára stúlka fékk rangan drykk og lést

Starfsmenn Costa Coffee fylgdu ekki réttu verkferlum.
Starfsmenn Costa Coffee fylgdu ekki réttu verkferlum. AFP/Ben Stansall

Þrettán ára stúlka frá Lundúnum lést eftir að hafa fengið alvarlegt ofnæmiskast þegar hún drakk heitt súkkulaði á kaffihúsinu Costa Coffee. 

Telepraph greinir frá. 

Hannah Jacobs var með bráðaofnæmi fyrir kúamjólk og bað móðir hennar um að fá sojamjólk í drykkinn. Starfsmaður kaffihússins fylgdi hins vegar ekki verkferlum er varða ofnæmi. Þá var samskiptum á milli starfsfólks ábótavant.

„Ég lagði mikla áherslu á að þetta væri ekki grín,“ sagði Duyile, móðir stúlkunnar, í réttarhöldum á mánudag, en atvikið átti sér stað í febrúar árið 2023. Hún sagðist hafa verið mjög nákvæm með pöntunina og beðið starfsfólkið að þrífa könnuna áður en drykkurinn var gerður, að því er breska blaðið Guardian greinir frá.

Fékk of lítinn skammt 

Stuttu síðar, þegar mæðgurnar voru komnar til tannlæknis, byrjaði Hannah að fá ofnæmisviðbrögð. Hún byrjaði að hósta upp slími og kvartaði undan brjóstverkjum. Varð móðir hennar brátt vör við að varir og munnur hennar voru farin að bólgna upp, og klæjaði hana í húðina.

Var stúlkunni gefin adrenalínsprauta, en talið er að henni hafi verið gefinn of lítill skammtur miðað við þyngd. Tilraun til endurlífgunar hófst fljótlega og var hún flutt á sjúkrahús þar sem hún lést. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert