Verður yngsti forsætisráðherra Taílands

Paetongtarn Shinawatra.
Paetongtarn Shinawatra. AFP

Paetongtarn Shinawatra tekur við embætti forsætisráðherra Taílands eftir að 51 prósent þingmanna í taílenska þinginu samþykkti skipun hennar.

Shinawatra, sem er dóttir milljarðamæringsins Thaksin Shinawatra, sem steypt var af stóli forsætisráðherra árið 2006, verður þriðji forsætisráðherrann sem kemur úr Shinawatra-fjölskyldunni.

Hún er 37 ára gömul og verður yngsti forsætisráðherra í sögu Taílands og önnur konan til að gegna þessu embætti. 319 þingmenn á taílenska þinginu greiddu atkvæði með útnefningu Shinawatra en 145 voru á móti.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2024/08/14/forsaetisradherra_tailands_vikid_ur_embaetti/

Fyrirrennarinn hrakinn úr embætti

Paetongtarn Shinawatra tekur við starfi forsætisráðherra af Srettha Thavisin, sem var hrakinn úr embætti eftir að hann var fundinn sekur um brot gegn siðareglum.

„Ég vona svo sannarlega að ég geti látið fólk finna sjálfstraust og ég geti bætti lífsgæði allra Taílendinga,“ sagði Shinawatra eftir útnefninguna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert