Skothelt gler mun umlykja Trump á útifundum

Öryggisþjónustan hyggst hafa skothelt gler í kringum Trump á útifundum.
Öryggisþjónustan hyggst hafa skothelt gler í kringum Trump á útifundum. AFP

Bandaríska öryggisþjónustan hyggst herða öryggisráðstafanir svo að Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikana, geti haldið aftur útifundi. Skothelt gler mun umlykja Trump frá þremur hliðum.

Frá þessu greinir fréttastofa ABC sem hefur þetta eftir heimildarmönnum.

Almennt er aðeins gripið til svona ráðstafana fyrir sitjandi forseta en öryggisþjónustan hyggst gera undantekningu á því þar sem Trump var skotinn í banatilræði á kosningafundi í 13. júlí.

Hefur bara verið innandyra eftir banatilræðið

Öryggisþjónustan hefur ráðlagt Trump að halda ekki útifundi síðan hann var skotinn á útifundi í Butler í Pennsylvaníu og þar af leiðandi hefur hann haldið alla sína kosningafundi innandyra síðan þá.

Samkvæmt heimildarmanni ABC þá hefur Trump lýst yfir vilja til að byrja að halda kosningafundi sína aftur utandyra.

Kosningafundir Trumps hafa einungis verið innandyra eftir að hann var …
Kosningafundir Trumps hafa einungis verið innandyra eftir að hann var skotinn. AFP/getty Images/Anna Moneymaker
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert