Kjarnorkuöryggi hrörnar í úkraínsku orkuveri

Í síðustu viku logaði eldur í kæliturni kjarnorkuversins. Í gær …
Í síðustu viku logaði eldur í kæliturni kjarnorkuversins. Í gær var drónaárás framkvæmd í nágrenni þess. AFP

Sameinuðu þjóðirnar lýsa þungum áhyggjum af hnignandi öryggisástandi í kjarnorkuverinu í Sa­porisjí­a-fylki í Úkraínu, sem er stærsta kjarnorkuver Evrópu. Rússar lögðu svæðið undir sig í upphafi stríðs 2022.

Í gær var drónaárás gerð í nágrenninu og í síðustu viku logaði eldur í kæliturni kjarnorkuversins.

Rafael Grossi, forstjóri Alþjóðakjarn­orku­mála­stofn­unarinnar (IAEA), kveðst „afar áhyggjufullur“ og krefst „hámarksaðhalds frá öllum hliðum“ til þess að vernda kjarnorkuverið. Breska ríkisútvarpið greinir frá.

Stofnunin segir að árásin hafi skemmt veg rétt fyrir utan kjarnorkuverið, nálægt mikilvægum vatnsinnviðum um 100 metrum frá síðustu raflínunni sem eftir stendur á svæðinu.

Rafael Grossi, forstjóri Alþjóðakjarn­orku­mála­stofn­unarinnar.
Rafael Grossi, forstjóri Alþjóðakjarn­orku­mála­stofn­unarinnar. AFP/John Macdougall

Stríðandi fylkingar benda á hvor aðra

Snemma í innrásinni, sem hófst í febrúar 2022, lögðu Rússar orkuverið undir sig en það hefur orðið fyrir ítrekuðum árásum. Báðar hliða kenna hvor annarri um árásirnar.

Í síðustu viku skiptust stjórnvöld í Kænugarði og Moskvu á ásökunum sín á milli eftir að eldur kom upp í kæliturni kjarnorkuversins.

IAEA tekur vissulega ekki fram hver beri ábyrgð á dónaárásinni í gær en hefur eftir starfsmönnum sínum á vettvangi að árásin virðist hafa verið gerð með dróna sem bar með sér sprengju.

Skyndiáhlaup Úkraínumanna í Kúrsk 

Kjarnorkuverið hefur ekki framleitt orku í rúm tvö ár og hefur verið slökkt á öllum sex kjarnaofnum versins síðan í apríl 2023.

Sem fyrr segir hófst innrásin í Úkraínu í febrúar 2022 og hafa Rússar lýst yfir ýmsum landvinningum á undanförnum mánuðum.

Aftur á móti hefur Úkraínumönnum nýlega tekist að brjóta sér leið inn í Kúrsk-hérað Rússlands, og virðist það hafa komið Rússum í opna skjöldu. Þúsundir Rússa hafa þurft að flýja svæðið á síðustu vikum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert