Einn látinn og sex er saknað

Slysið varð í sjónum nærri Palermo á Sikiley.
Slysið varð í sjónum nærri Palermo á Sikiley. Ljósmynd/Unsplash/SnapSaga

Í það minnsta einn er látinn og sex manns er saknað eftir að snekkja sökk í óveðri við strendur Sikileyjar á Ítalíu í nótt.

22 voru um borð í snekkjunni og þar af 10 áhafnarmeðlimir.  Meirihluti þeirra sem voru um borð voru breskir samkvæmt ítölskum fjölmiðlum en einnig var fólk frá Nýja-Sjálandi, Sri Lanka og frá Írlandi um borð. Snekkjan, sem er 56 metra löng, sigldi undir breskum fána.

Fimmtán manns, þar á meðal eins árs gömlu barni, var bjargað en slysið varð í sjónum við Palermo.

Kafarar, þyrlur og björgunarbátar eru enn á staðnum þar sem snekkjan fórst en ítölsk yfirvöld hafa hafið rannsókn á atvikinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert