Fimm þúsund hektarar eldum að bráð

160 manns flúðu heimili sín.
160 manns flúðu heimili sín. Ljósmynd/Pexels/Matthias Groeneveld

Skógareldar hafa geisað á portúgölsku eyjunni Madeira síðustu fimm daga. Fimm þúsund hektarar, sem jafngildir um 50 ferkílómetrum, af landi hafa eyðilagst vegna brunans.

Búið er að ná stjórn á eldunum að mestu en þeir kviknuðu á miðvikudaginn í síðustu viku. Eldarnir kviknuðu á vestanverðri eyjunni og dreifðust svo víðar.

160 einstaklingar neyddust til að flýja heimili sín vegna eldanna og hafa tvö hundruð slökkviliðsmenn barist við þá. Enginn hefur slasast vegna eldanna og engin heimili skemmst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert