Flúðu tjaldsvæði vegna gróðurelda

Slökkviliðsmenn berjast við eldinn nærri Frontignan.
Slökkviliðsmenn berjast við eldinn nærri Frontignan. AFP

Þúsundir manna neyddust til þess að flýja heimili sín í Frakklandi vegna gróðurelda í Suður-Frakklandi í gær. Búið er að ná tökum á eldunum.

Eldar kviknuðu í strandbænum Canet-et-Roussillon nærri Perpignan-borg og í strandbænum Frontignan nærri Montpellier-borg.

Eldarnir nærri Perpignan ollu því að um þrjú þúsund manns þurftu að flýja tjaldsvæði í bænum, eyðilögðu eitt hjólhýsi og skemmdu fimm önnur. Eldarnir hjá Montpellier hafa eyðilagt um 300 hektara af landi.

Búið er að ná tökum á eldunum að mestu en 600 slökkviliðsmenn unnu að verkefninu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert