Fólksflutningar til Kanaríeyja taka stórt stökk

Máritanía hýsir um 150.000 manns á flótta og er orðin …
Máritanía hýsir um 150.000 manns á flótta og er orðin ein helsta brottfararstöð farandfólks á leið til Kanaríeyja. AFP/Antonio Sempere

Fjöldi innflytjenda til Kanaríeyja hefur rúmlega tvöfaldast á árinu. Samkvæmt tölum frá innanríkisráðuneyti Spánar hafa 22.304 manns sest að á eyjunum frá byrjun árs til 15. ágúst. 

Borið saman við sama tímabil á síðasta ári settust 9.864 manns að á eyjunum.

Innflytjendum hefur þannig fjölgað um 126% á milli ára. 

Heimsækir Afríkulöndin

Innflytjendurnir koma margir hverjir frá Máritaníu, Gambíu og Senegal. Afríkuríkja sem Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, sækir heim 27. ágúst.

Sanchez heimsótti Máritaníu í febrúar ásamt Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

Í heimsókn þeirra tilkynnti von der Leyen 210 milljóna evra fjárstuðning við rekstur tengdan farandfólki í Máritaníu.

Máritanía hýsir um 150.000 manns á flótta og er orðin ein helsta brottfararstöð farandfólks á leið til Kanaríeyja.

33 dauðsföll á dag

Margir hverjir halda til eyjaklasans á viðarbátum og við hættulegar aðstæður.

Talið er að auknar vinsældir Kanaríeyja meðal farandfólks séu sökum aukins viðbúnaðar yfirvalda á Miðjarðarhafinu. 

Rúmlega 5.000 manns létu lífið á leið sinni til Spánar yfir Miðjarðarhafið á fyrstu fimm mánuðum ársins, sem nemur 33 dauðsföllum á dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert