Öflugt eldgos á Kamtsjatka í Rússlandi

Shivelyuch eldfjallið.
Shivelyuch eldfjallið. Ljósmynd/Wikipedia.org

Öflugt eldgos varð í eldfjallinu Shivelyuch á Kamtsjatka í austur Rússlandi aðfaranótt sunnudags í kjölfar jarðskjálfta að stærðinni 7,2.

Samkvæmt ríkisreknu rússnesku fréttastofunni Tass náðu öskusúlur allt að átta kílómetra hæð. Askan er sögð hafa breiðst út í 492 kílómetra radíus austur og suðaustur af eldfjallinu sjálfu.

Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast í náttúruhamförunum en að sögn Tass fréttastofunnar var gefin út rauð viðvörun fyrir flug á svæðinu.

Í frétt BBC má sjá stutt myndskeið af gosinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert