Sjö saknað eftir að snekkja sökk

Slysið varð í sjónum nærri Palermo á Sikiley.
Slysið varð í sjónum nærri Palermo á Sikiley. Unsplash/SnapSaga

Sjö manns er saknað eftir að snekkja sökk í stormi við strendur Sikileyjar, 22 voru um borð og hefur 15 verið bjargað. 

Í umfjöllun Guardian kemur fram að fjögurra Breta, tveggja Bandaríkjamanna og eins Kanadamanns sé saknað. Farþegar snekkjunnar hafi flestir verið frá Bretlandi en einnig hafi fólk frá Nýja-Sjálandi, Sri Lanka og Írlandi verið um borð. 

Slysið varð snemma morguns á mánudag í sjónum við Palermo og voru eins árs drengur og móðir hans, sem slösuðust lítillega, flutt á spítala. Þeim 15 sem hefur verið bjargað heilsast vel. 

Björgunarkafarar, slökkviliðsmenn og landhelgisgæslan á svæðinu sinna nú björgunarstarfi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert