Sóknin heldur áfram: Fleiri Rússar teknir höndum

Brunarústir rússnesks skriðdreka fyrir utan bæinn Súdzha í Rússlandi, eftir …
Brunarústir rússnesks skriðdreka fyrir utan bæinn Súdzha í Rússlandi, eftir sókn Úkraínumanna. AFP

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti segir hersveitir sínar hafa náð settum markmiðum í sókn sinni inn í Kúrsk-héraðið í Rússlandi, sem hófst fyrir tæpum tveimur vikum.

„Við erum að ná markmiðum okkar,“ sagði Selenskí í yfirlýsingu nú fyrir skömmu og bætti við að í morgun hefði ríkið fengið aðra áfyllingu í stríðsfangaskiptasjóðinn sinn, en þar á hann við að fleiri rússneskir hermenn hafi verið teknir höndum.

Selenskí sagði í ávarpi í gær að innrásin væri til þess að skapa „hlut­laust svæði“ til að verja Úkraínu frá frek­ari árás­um Rússa.

Umfangsmesta innrásin

Þetta er umfangsmesta innrásin í Rúss­land síðan í seinni heimstyrj­öld­inni en Úkraínu­menn sögðust í síðustu viku hafa lagt und­ir sig þúsund fer­kíló­metra landsvæði, sem virðist einungis hafa stækkað síðan þá.

Hershöfðinginn Oleksandr Sirskí hefur einnig gefið út yfirlýsingu í dag.

„Við erum að ná nýjum ávinningi í Kúrsk-héraðinu og höfum fyllt á fangaskiptasjóðinn,“ segir hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert