Karl konungur heimsækir Southport

Karl þriðji Bretakonungur virðir fyrir sér blóm og blöðrur til …
Karl þriðji Bretakonungur virðir fyrir sér blóm og blöðrur til minningar stúlknanna sem létu lífið í stunguárásinni í Southport 29. júlí. AFP/Peter Powell

Karl Bretakonungur heimsækir Southport í dag tæpum mánuði eftir að sautján ára drengur varð þremur stúlkum að bana og særði tíu aðra í hnífstunguárás. 

Karl mun í dag sækja fund yfirvalda í Southport og til stendur að hann sæki fund fórnarlamba og aðstandenda árásarinnar. 

Árásarmaðurinn Axel Rudakubana, velskur drengur sem fæddist í höfuðborg Wales en á rætur að rekja til Rúanda varð þremur ungum stúlkum að bana þegar hann hóf hnífstunguárás á dansnámskeið í anda Taylor Swift í Southport 29. júlí. 

Upplýsingaóreiða um uppruna árásarmannsins er af mörgu talin vera helsta kveikjan að óeirðunum í Bretlandi sem fylgdu í kjölfarið.

AFP/Paul Ellis

Venju samkvæmt á tjáir konungur Bretlands sig ekki um málefni sem gætu verið stjórnmálalega umdeild. 

Stuttu eftir árásina vottaði Karl fórnarlömbum og aðstandendum samúð sína í yfirlýsingu, en tjáði sig ekki um óeirðirnar sem fylgdu í kjölfarið fyrr en tveimur vikum seinna. 

Hann hrósaði starfi lögreglunnar og viðbragðsaðila og hvatti til friðar og virðingar eftir hvatningu víða frá, meðal annars frá Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands. 

Þúsundir hafa verið handteknir í óeirðunum í Englandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert