Maria Branyas Morera frá Spáni er látin, 117 ára að aldri. Hún var formlega skráð sem elsta manneskja í heimi áður en kallið kom.
Fjölskylda hennar greindi frá andlátinu í færslu á X, en hún andaðist í svefni. Fram kemur að Branyas hafi fæðst í Bandaríkjunum árið 1907 og lifað af tvær heimsstyrjaldir.
„Við munum ávallt minnast hennar góðu ráða og góðmennsku,“ segir fjölskyldan enn fremur.
Undanfarin 20 ár var Branyas búsett á dvalarheimili fyrir aldraða, Santa Maria del Tura, í bænum Olot sem á norðausturhluta Spánar.
Heimsmetabók Guinness hafði staðfest formlega að Branyas væri elsta manneskja heims á lífi í janúar í fyrra eftir að franska nunnan Lucile Randon andaðist, 118 ár að aldri.
Núverandi elsta lifandi manneskja heims er Tomiko Itooka frá Japan, en hún er 116 ára gömul.