Lést 117 ára að aldri

Maria Branyas Morera sést hér fagna 117 ára afmæli sínu …
Maria Branyas Morera sést hér fagna 117 ára afmæli sínu í mars. Ljósmynd/Wikipedia.org

Maria Branyas Morera frá Spáni er látin, 117 ára að aldri. Hún var formlega skráð sem elsta manneskja í heimi áður en kallið kom. 

Fjölskylda hennar greindi frá andlátinu í færslu á X, en hún andaðist í svefni. Fram kemur að Branyas hafi fæðst í Bandaríkjunum árið 1907 og lifað af tvær heimsstyrjaldir. 

„Við munum ávallt minnast hennar góðu ráða og góðmennsku,“ segir fjölskyldan enn fremur. 

Undanfarin 20 ár var Branyas búsett á dvalarheimili fyrir aldraða, Santa Maria del Tura, í bænum Olot sem á norðausturhluta Spánar. 

Heimsmetabók Guinness hafði staðfest formlega að Branyas væri elsta manneskja heims á lífi í janúar í fyrra eftir að franska nunnan Lucile Randon andaðist, 118 ár að aldri. 

Núverandi elsta lifandi manneskja heims er Tomiko Itooka frá Japan, en hún er 116 ára gömul. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka